Í kvöld fer fram sextánda umferðin í Domino´s deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Hauka og verður leikurinn sýndur í beinni á netinu hjá Sport TV.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna, 19:15:
 
Snæfell – KR
Keflavík – Haukar
Grindavík – Breiðablik
Hamar – Valur
 
Þá mætast Njarðvík og FSu/Hrunamenn í 1. deild kvenna kl. 19:15 í Ljónagryfjunni en þetta er leikur sem frestað var um helgina. Í 2. deild karla eigast svo við Hekla og Ármann kl. 19:30 á Hellu.
 
Staðan í Domino´s deild kvenna
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Snæfell 14/1 28
2. Keflavík 12/3 24
3. Haukar 11/4 22
4. Grindavík 9/6 18
5. Valur 8/7 16
6. KR 3/12 6
7. Hamar 2/13 4
8. Breiðablik 1/14 2