Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur í UTPA Lady Broncs máttu á aðfararnótt fimmtudags sætta sig við tap í fyrsta leik ársins í bandaríska kvenna háskólaboltanum. UTPA mætti þá NJIT skólanum þar sem lokatölur voru 59-54 NJIT í vil.
 
 
Hildur Björg kom inn af bekknum og gerði 3 stig á 18 mínútum í leiknum. Þá var Hildur einnig með 5 fráköst. Á laugardag hefur UTPA svo leik í WAC riðlinum og halda Hildur og félagar þá til „The Windy City“ og mæta þá Chicago State skólanum.