Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópum íslensku liðanna strax á nýja árinu. Eins og flestum er kunnugt söðlaði Magnús Þór Gunnarsson um og er nú nýjasti liðsmaður Skallagríms. Leifur Steinn Árnason sagði skilið við ÍR í Domino´s deildinni og hélt í raðir Valsmanna en í gærkvöldi léku þeir Leifur og Magnús sína fyrstu leiki fyrir sinn nýja klúbb, báðir máttu þeir þola ósigur.
 
 
Óli Ragnar Alexandersson sem kvaddi Njarðvíkinga á dögunum nældi hins vegar í sigur með Snæfell gegn Fjölni í gær og slíkt hið sama gerði Rúnar Ingi Erlingsson með Blikum þegar þeir urðu fyrstir til að leggja FSu í Iðu þetta tímabilið síðastliðinn fimmtudag.
 
Grindvíkingurinn og miðherjinn Jens Valgeir Óskarsson sagði skilið við Röstina og er kominn á mála hjá Keflavík og Haukur Hreinsson kvaddi Jakann og er nú kominn í raðir FSu á Selfossi.
 
Félagsskipti nýja ársins til þessa
 
 
 
Mynd/ Bára Dröfn – Óli Ragnar mættur í Snæfellsbúninginn