Kristófer Acox og félagar í Furman Paladins völtuðu í gær yfir Allen háskólann, 46-82. Þessi sigur var aldrei í hættu en Paladins skoruðu 45 stig gegn 22 Allen í fyrri hálfleik. Kristófer skoraði 9 stig og tók 9 fráköst í leiknum, að viðbættum 2 stolnum boltum og 1 vörðu skoti.