Furman lá 72-53 gegn Western Carolina í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þetta var annar tapleikur Furman í röð í Southern Conference.
 
 
Kristófer Acox gerði 11 stig í leiknum fyrir Furman og tók 6 fráköst en hann var með 5 stig og 3 fráköst í hálfleik. Þá var Kristófer einnig með eina stoðsendingu og einn stolinn bolta en Devin Sibley var stigahæstur hjá Furman með 16 stig.
 
Furman vann fyrsta leikinn sinn í Southern Conference en hefur tapað síðustu teimur og er í 6.-10. sæti riðilsins. Næsti leikur liðsins er í Greenville þann 8. janúar gegn UNC Greensboro.