Frændur okkar… jú jú, þeir frændur okkar á Norðurlöndum koma oft við sögu í fréttaflutningi hérlendis. Nú ef við lítum til þeirra með hliðsjón af okkar eigin úrvalsdeild í körfuknattleik kemur það bersýnilega í ljós (óháð höfðatölu) að KR er heitasta liðið á Norðurlöndum um þessar mundir.
 
 
Ríkjandi Íslandsmeistarar KR eru eina taplausa liðið í efstu deild á Norðurlöndum í karlaboltanum. Við þurfum að færa okkur yfir í kvennaboltann til að finna viðlíka hita en hann er ekki á Íslandi þar sem kvennalið Snæfells trónir á toppnum með 14 sigra og einn tapleik. Hinsvegar finnst ósigrað lið í kvennaboltanum í Svíþjóð en það er lið Umea sem unnið hefur alla 13 leiki sína á tímabilinu. Kapphlaupið er hafið í sameiginlegri baráttu kynjanna um heitasta úrvalsdeildarlið Norðurlandanna, þegar upp verður staðið, verður það KR eða kvennalið UMEA í Sviþjóð sem fer lengst án taps?
 
KR getur unnið sinn þrettánda sigur í röð á fimmtudag þegar ÍR mætir í Reykjavíkurglímuna en kvennalið Umea í Svíþjóð á ekki leik aftur fyrr en 24. janúar næstkomandi svo sigur hjá KR á fimmtudag jafnar metin í 13-0.
 
Karlalið Norðurlandanna – staða efstu liða
 
Ísland:
KR – 12-0
 
Noregur:
Gimle BBK 9-2
 
Svíþjóð:
Södertalje 14-4
 
Finnland:
KTP Basket 16-4
 
Danmörk:
Bakken Bears 14-1
 
 
Kvennalið Norðurlandanna – staða efstu liða
 
Ísland:
Snæfell 14-1
 
Noregur:
Ullern 8-1
 
Svíþjóð:
Umea 13-0
 
Finnland:
Catz 15-1
 
Danmörk:
Lemwig 9-2
  
Mynd/ Einar Reynisson