Bandaríkjamenn hafa það víða að sið að tefla fram „Kiss Cam“ eða kyssumyndavél þar sem pörum á kappleikjum er varpað upp á risaskjáinn og þau hvött til að kyssast. Á leik hjá Chicago Bulls á dögunum gekk kyssumyndavélin sinn vanagang en einn „sjarmörinn“ tók símann ítrekað fram yfir elskuna sína svo lukkudýr Bulls varð að skerast í leikinn. Sumir eru bara ekkert fyrir þessi opinberu blíðuhót.