Ritstjórn Karfan.is hefur sett saman eldsnögga könnun á netinu. Efni og umfang Karfan.is hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár og því er við hæfi að kanna hvað notendur vefsins eru ánægðir með og hvað þeir vilja láta laga. Hugmyndin er að móta stefnu vefsins til næstu ára út frá þessari könnun og því mikilvægt að sem flestir taki þátt og láti álit sitt í ljós.
 
 
Könnunin er aðeins 10 spurningar og ætti ekki að taka nema nokkrar mínútur að klára.