Úthlutað var úr Afrekssjóði ÍSÍ í gær fyrir árið 2015. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 26 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ. Hljóta öll þessi sambönd styrk og er það vegna 36 landsliðsverkefna, 21 liða og vegna verkefna 52 einstaklinga. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 97 einstaklinga og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur að þessu sinni.
 
 
KKÍ fékk úthlutað 15.000.000 kr. í landsliðsverkefni sumarsins.
 
Skipting fjárhæðarinnar til KKÍ er sú að landslið karla fær 12 milljónir, landsliða kvenna fær 1 milljón og fjögur yngri landslið, U16 og U18 drengja og stúlkna, 500 þúsund kr. hvort.
 
Frétt af www.kki.is
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson