Toppslagur Domino´s deildar karla fer fram í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR kl. 19:15 í Síkinu á Sauðárkróki. Frítt er inn á leikinn fyrir stuðningsmenn beggja liða í boði K-Tak.
 
Fyrri deildarviðureign liðanna varð að framlengja í DHL-Höllinni þar sem KR marði sigur svo von er á hörkuslag í Skagafirði í kvöld.