Cleveland Cavaliers, New York Knicks og Oklahoma City Thunder hafa gert með sér þriggja liða skipti á mönnum og valréttum en Iman Shumpert og J.R. Smith eru komnir til Cleveland Cavaliers frá New York og Dion Waiters er farinn frá Cavs til Oklahoma City. Cleveland fékk að auki valrétt í fyrstu umferð frá Oklahoma City í nýliðavalinu 2015 og sendu Lue Amundson, Alex Kirk og valrétt í annarri umferð 2019 til New York. Að auki fær New York Lance Thomas frá Oklahoma City.
 
Shumpert er á sínu fjórða ári í deildinni og hefur skorað 7.9 stig, tekið 3.5 fráköst og gefið 2.2 stoðsendingar á þeim 26.2 mínútum í leik.
 
Smith á 11 ár að baki í deildinni þar sem hann hefur gert 13.3 stig, tekið 3.2 fráköst og gefið 2.2. stoðsendingar á þeim 26.1 mínútu sem hann hefur spilað fyrir New Orleans, Dnever og New York
 
Waiters er á þriðja ári í deildinni þar sem hann hefur gert 14.3 stig, tekið 2.4 fráköst og skilað af sér 2.8 stoðsendingum á þeim 28.1 mínútu sem hann hefur spilað fyrir Cavs.