Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá Unicaja Malaga í kvöld með 13 stig þegar liðið mátti fella sig við tap á heimavelli gegn Fenerbache Ulker frá Tyrklandi í Meistaradeild Evrópu (Euroleague). Lokatölur voru 60-68 gestina í vil. Það blæs því ekki byrlega þessi misserin hjá Unicaja í Meistaradeildinni sem hefur ekki unnið leik í F-riðlinum (millirðill topp 16 liðanna).
 
 
Jón skoraði 13 stig á 14 mínútum í kvöld, var 3-5 í þristum en hjá Fenerbache var Andrew Goudelock stigahæstur með 20 stig.
 
Næsti leikur Unicaja í Meistaradeildinni er þann 6. febrúar næstkomandi þegar liðið mætir Nizhny Novgorod.
 
Svipmyndir úr leiknum: