Grindavík sigraði Hauka í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Röstinni, með 94 stigum gegn 80. Leikurinn var sá fyrsti eftir jólafrí beggja liða. Grindavík eru eftir sigurinn í 7.-9. sæti með 10 stig ásamt Snæfelli og Þór Þorlákshöfn, á meðan Haukar eru í 3.-4. sæti með 14 ásamt Stjörnunni. 
 

 

Fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar farið í gegnum eilitlar mannabreytingar þar sem að leikmaður þeirra Magnús Þór Gunnarsson hafði ákveðið að ganga til liðs við Skallagrím, en fyrrum leikmaður þeirra Jón Axel Guðmundsson hafði snúið til baka úr námi. Einnig var Jóhann Árni Ólafsson kominn til baka úr meiðslum. 

 

Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi þar sem að liðin skiptust á að taka af skarið og ná svo hvoru öðru, en liðin héldu til búningherbergja í stöðunni 41-44, gestunum í vil. 

 

Fyrstu 5 mínútur þriðja leikhlutans áttu hinsvegar eftir að verða Haukum dýrkeyptar. Grindvíkingar mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og undir handleiðslu leikstjórnandans unga, Jóns Axels Guðmundssonar, náðu þeir að byggja upp forskot sem Haukar náðu aldrei að koma nálægt það sem eftir lifði leiks. Mest varð hún 17 stig, en endaði með 94-80 stiga sigri heimamanna.

 

Heilt yfir virtist Haukaliðið aldrei ná því flugi sem búist var við af þeim í þessum leik, þeir, verandi í efra hluta deildarinnar, í heimsókn hjá liði sem var við það að fá ekki einusinni að vera með í vor. Hvort vóg meira, að Haukarnir hafi átt slæman dag, eða hvort áðurnefndar breytingar hjá Grindavík hafi einfaldlega gert þeim svona gott fáum við að vita í næstu umferðum. Það verður spennandi að sjá.

 

Myndasafn 

Tölfræði 

 

 

Grindavík-Haukar 94-80 (19-23, 22-21, 34-17, 19-19)

 

Grindavík: Rodney Alexander 26/16 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 23/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8, Hilmir Kristjánsson 7, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.

 

Haukar: Alex Francis 30/17 fráköst, Kári Jónsson 17/5 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Þór Einarsson 14, Helgi Björn Einarsson 8/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 3/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Leifur Sverrisson 2, Brynjar Ólafsson 0, Steinar Aronsson 0, Ívar Barja 0, Haukur Óskarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.

 

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson

 

Áhorfendur: 279

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

 

 

Sverrir Þór – Grindavík:

 

Emil Barja – Haukar:

 

Jón Axel – Grindavík: