Jón Arnór Stefánsson er annar körfuknattleiksmaður íþróttasögunar til að vera Íþróttamaður Íslands. Þetta var kunngjört nú rétt í þessu og var það Ingigerður Jónsdóttir móðir Jóns sem tók við verðlaunum Jóns þar sem Jón Arnór er á Spáni við störf.  Áður hafði annar KR-ingur, Kolbeinn Pálsson unnið til þessara verðlauna en það var árið 1966. Jón Arnór og Ólafur Stefánssynir eru þar með fyrstu bræður til að hljóta þessa nafnbót.
 
Jón Arn­ór hlaut 435 at­kvæði en mest var hægt að fá 480 stig. Í öðru sæti varð knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson leikmaður Sw­an­sea með 327­at­kvæði og í þriðja sæti hafnaði hand­knatt­leiksmaður­inn Guðjón Val­ur Sig­urðsson leikmaður Barcelona með 303 at­kvæði en þetta er i 59. sinn sem Sam­tök íþróttaf­rétta­manna standa fyr­ir vali á íþrótta­manni árs­ins.
 
Að auki var karlalandsliðið valið lið ársins 2014 en nánar verður greint frá þessu öllu seinna í kvöld.