Iðnaratroð í umsjón Gísla Ólafssonar og Magnúsar Björgvin Guðmundssonar fékk Einar Hansberg Árnason í heimsókn í þetta skiptið.  Einar hefur spilað með Leikni og þjálfar yngri flokka hjá Fjölni ásamt því að vera mikill áhugamaður um NBA og stuðningsmaður Chicago Bulls.  Farið var yfir hugsanleg vandamál hjá Chicago, ótrúlega skotsýningu Klay Thompson og All star helgina.  Þar völdum við liðin sem við myndum vilja sjá spila All star leikinn og rising star leikinn sem hefur tekið skemmtilegum breytingum í ár.  Hægt er að hlusta á þáttinn hérna fyrir neðan og hvetjum við áhugasama um að segja sýnar skoðanir á twitter undir hashtagginu  #iðnaðartroð eða senda á okkur beint á @idanadartrod 
 
Biðjumst við velvirðingar á lélegu hljóði í þetta skiptið en það verður lagað fyrir næsta þátt.