Iðnaðartroð fékk til sin góða gesti til þess að gera upp árið 2014 í NBA deildinni og hafa útnefnt lið ársins ásamt fleiri flokkum.  Gestir þáttarins eru góðkunningjar Iðnaðartroðs, þeir Kristján Skúli Skúlason og Björn Atli Davíðsson en umsjónarmenn þáttarins eru sem fyrr Magnús Björgvin Guðmundsson og Gísli Ólafsson.  Tilnefningar í þá einstaklinga sem hafa skarað fram úr eða hafa valdið vonbrigðum koma úr ýmsum áttum og “ekki lið ársins” var líkalega umdeildasta ákvörðun þáttarins.  Við hvetjum sem flesta til þess að taka þátt í umræðunni á twitter með því að nota #iðnaðartroð eða senda á okkur skilaboð á @idnadartrod
 
Þátturinn tilnefnir meðal annars :
– Lið ársins
– Þjálfari ársins
– Maður ársins
– Ekki lið ársins