Hörður Unnsteinsson hefur tekið við kvennaliði KR. Hörður hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins en stígur nú sín fyrstu spor sem meistarflokksþjálfari. Frá þessu er greint á www.kr.is 
 
Í fréttinni á heimasíðu KR segir einnig:
 
Herði til aðstoðar verður Finnur Freyr Stefánsson sem einnig þjálfar meistaraflokk karla hjá KR. Saman mynda þeir öflugt teymi sem mun leiða liðið í seinna hluta mótsins. Næsti leikur liðsins er í kvöld gegn Val að Hlíðarenda. Munar átta stigum á liðinum en KR liðið er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar.