Það var erfiður leikur sem beið Úlfanna í gær þegar þeir mættu besta liði deildarinnar Alba Berlin. Berlínarliðið er í efsta sæti deildarinnar með aðeins einn tapleik undir beltinu en MBC voru að vonast til að binda endi á 8 leikja taphrinu liðsins undanfarið. Annað kom hins vegar upp á bátinn þegar Berlínarliðið sigraði örugglega 81-96 og níundi tapleikur MBC í röð staðreynd. 
Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Alba Berlin þrátt fyrir sókn Úlfanna í fjórða hluta sem þeir sigruðu 25-17. 
 
Hörður Axel var með 7 stig fyrir Úlfana að viðbættum 2 fráköstum og 1 stoðsendingu.
 
Mynd: Hörður Axel Vilhjálmsson í leik gegn Alba Berlin. (Matthias Kuch)