Horsens IC eru danskir bikarmeistarar eftir risavaxinn 100-60 sigur á Randers Cimbria um helgina. Blóðþrýstingurinn rauk þó upp í húsinu undir lok leiks þar sem hnefahöggin fóru á loft. Chris Nielsen leikmaður Randers og Niels Krogh Thomsen skiptust þá á sitthvorri sveiflunni og var báðum að sjálfsögðu vikið úr húsi.