Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar í UTPA háskólanum sigruðu Utah Valley háskólann á fimmtudaginn var og komust því í 11-8 það sem af er ári. Þetta er besti árangur kvennaliðs skólans frá upphafi. Fyrra met var 10-9 en það var 2008-09.
 
Hildur Björg var með 3 stig á 15 mínútum. Einn þristur í fimm tilraunum. Hildur bætti við 2 fráköstum og 1 stoðsendingu en hún var í byrjunarliðinu í leiknum.
 
Hér að neðan er myndband úr leik UTPA gegn Bakersfield í þarsíðustu viku þar sem “Kahrtchinsdotter” eins og kaninn hrækir út úr sér, skoraði 8 stig og setti 2/3 í þristum.