Hildur Björg Kjartansdóttir og UTPA Broncs hófu leik í WAC riðlinum með sigri á Chicago State í gær, 75-60. Texas-liðið var undir 32-34 í hálfleik en settu svo í fluggírinn í seinni hálfleik og sigruðu hann með 17 stiga mun, 43-26. 
 
Síðasta forysta Chicago state var um miðbik seinni hálfleiks 49-47 en þá setti Hildur Björg sniðskot og þrist strax í kjölfarið og við það náðu Broncs forystunni sem þeir létu ekki eftir það sem eftir lifði leiks.
 
Hildur Björg spilaði 16 mínútur í leiknum, skoraði 8 stig og tók 5 fráköst. Hildur Björg átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, brenndi af öllum af þremur skotum sínum í fyrri hálfleik en reif sig heldur betur upp í þeim seinni. Þá brenndi hún af aðeins einu skot og setti bæði þriggja stiga skotin sín niður. 
 
Hildur hefur spilaði frábærlega með UTPA í vetur. Hún er með langbestu þriggja stiga nýtingu leikmanna UTPA liðsins eða 42,2%. Hún hefur skorað flestar þriggja stiga körfur ásamt öðrum leikmanni eða samtals 19 (1,2 í leik) en hún hefur aðeins þurft 45 skot til þess. Hún er þriðja í liðinu í fráköstum með 4,2 í leik og fjórða stigahæsta ásamt öðrum leikmanni með 6,1 í leik.