Helgi Freyr Margeirsson setti nokkra lygilega þrista niður í kvöld en hann og Tindastólsmenn máttu engu að síður sætta sig við ósigur í Þorlákshöfn. Helgi sagði að Tindastólsliðið hefði ekki náð að sýna sitt rétta andlit og að Skagfirðingar hefðu hreinlega verið allt of rausnarlegir þetta sinnið. Þór vann með naumindum 97-95 eftir spennuslag.