Í kvöld fer fram sautjánda umferðin í Domino´s deild kvenna og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Topplið Snæfells mætir í Vodafonehöllinni þar sem Valskonur fá tækifæri á því að hefna ófaranna úr bikarnum á dögunum. Allir leikir kvöldsins fara fram á og við höfuðborgarsvæðið svo það verður skammt stórra högga á milli.
 
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna, 19:15
 
Haukar – Grindavík
Breiðablik – Hamar
Valur – Snæfell
KR – Keflavík
 
Þá er leikur í unglingaflokki kvenna kl. 19:15 þegar Njarðvík tekur á móti Fjölni í bikarkeppninni og Hekla fær Leikni Reykjavík í heimsókn á Hellu kl. 19:30 í 2. deild karla.
 
 
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson – Frá bikarleik Snæfells og Vals á dögunum.