Toppslagur var í frystikistunni í Hveragerði í gærkvöldi, þegar Höttur frá Egilsstöðum kom í heimsókn. Liðin í fyrsta og þriðja sæti að mætast og mikið undir.
Heimamenn í Hamri byrjuðu mun betur og leiddu 15-5 eftir 3 mínútur, og síðan 21-14, þá skelltu Hattarmenn í svæðisvörn sem Hamri gekk illa að leysa. Austanmenn fóru að setja skotin og komust fljótt inn í leikinn staðan 30-29.
Í öðrum leikhluta voru liðin afar jöfn þar til á síðustu mínútunum að gestirnir náðu sér í smá forskot, 47-54 í hálfleik. Hamar skartaði nýju þjálfarateymi í leiknum en Hallgrímur Brynjólfsson tók við liðinu um áramót með Odd Benediktsson sér til aðstoðar, þeir félagar áttu erfiðan síðari hálfleik fyrir höndum.
Gestirnir náðu fljótt tíu stiga forskoti 50-60 og reyndu Hamarsmenn allt hvað þeir gátu til að brúa bilið. Oftar en ekki náðu þeir að minnka muninn svo sem eins og 59-62 og 63-66, en alltaf svöruðu gestirnir og leiddu þeir fyrir lokafjórðunginn 74-80, mikið skorað í toppslagnum, og bæði lið enn inni í leikinum.
Vel þjálfað Hattar lið lét þó ekki deigan síga og náðu þeir 12 stiga forskoti strax í upphafi 4. leikhluta 76-88. Hamarsmenn reyndu mikið að koma sér inn í leikinn og í stöðunni 85-91 var vonarglæta fyrir Hamar. Á þeim tímapunkti fóru þó margar sóknir forgörðum á báðum endum vallarins, en Ragnar setti þá þrjú víti ásamt því að Carberry setti sniðskot, og leiknum svo gott sem lokið 85-96 með 1:30 eftir. Þó kom lítið áhlaup frá heimamönnum, sem var þó of seint, og enduðu Hattarmenn ofan á í þetta skiptið 95-102 lokatölur.
Umfjöllun/ Ívar Örn Guðjónsson
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Höttur | 12 | 10 | 2 | 20 | 986/868 | 82.2/72.3 | 5/0 | 5/2 | 88.8/72.2 | 77.4/72.4 | 5/0 | 8/2 | +6 | +5 | +2 | 2/0 |
2. | FSu | 11 | 8 | 3 | 16 | 936/886 | 85.1/80.5 | 4/2 | 4/1 | 85.3/81.5 | 84.8/79.4 | 4/1 | 7/3 | -1 | -1 | +3 | 1/0 |
3. | Hamar | 11 | 7 | 4 | 14 | 972/935 | 88.4/85.0 | 4/2 | 3/2 | 94.3/91.8 | 81.2/76.8 | 2/3 | 6/4 | -2 | -1 | -1 | 1/0 |
4. | ÍA | 9 | 5 | 4 | 10 | 671/694 | 74.6/77.1 | 2/1 | 3/3 | 75.7/71.3 | 74.0/80.0 | 2/3 | 5/4 | +2 | -1 | +2 | 3/0 |
5. | Valur | 11 | 5 | 6 | 10 | 866/845 | 78.7/76.8 | 3/3 | 2/3 | 76.5/72.0 | 81.4/82.6 | 2/3 | 5/5 | -3 | -2 | -1 | 1/1 |
6. | Breiðablik | 10 | 5 | 5 | 10 | 787/776 | 78.7/77.6 | 2/3 |