Úrvalslið karla og kvenna í Domino´s deildunum var kunngert nú í hádeginu en þar voru Lele Hardy leikmaður Hauka og Michael Craion leikmaður KR útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta Domino´s deildanna. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var valinn besti þjálfarinn í Domino´s deild kvenna og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var útnefndur besti þjálfarinn í Domino´s deild karla.
 
 
Úrvalslið kvenna á fyrri hluta Domino´s deildarinnar
 
Hildur Sigurðardóttir – Snæfell
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell
Lele Hardy – Haukar
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Valur
 
Besti þjálfarinn: Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell
Dugnaðarforkurinn: Ragnheiður Benónýsdóttir – Valur
Besti leikmaður fyrri hlutans: Lele Hardy – Haukar
 
Úrvalslið karla á fyrri hluta Domino´s deildarinnar
 
Dagur Kár Jónsson – Stjarnan
Pavel Ermolinskij – KR
Darrel Lewis – Tindastóll
Helgi Már Magnússon – KR
Michael Craion – KR
 
Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson – KR
Dugnaðarforkurinn: Sveinbjörn Claessen – ÍR
Besti leikmaður fyrri hlutans: Michael Craion – KR
 
Besti dómari Domino´s deildanna: Sigmundur Már Herbertsson
 
Ingi Þór – „hefur smollið mjög vel saman hjá okkur“
 
Finnur – „erfiður janúarmánuður framundan“
 
Lele Hardy – „það er góður ávani að spila af krafti og festu“
 
Mike Craion – „ætlum að vera sterkir og halda sigurgöngunni áfram“
 
Darrel Lewis – „strákarnir hlusta þegar gamli karlinn talar“
  
Mynd/ nonni@karfan.is – Craion og Hardy bestu leikmenn fyrri hluta Domino´s deildanna