Lele Hardy hefur verið úrskurðuð í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Hauka í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna.
 
 
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun svo Hardy er lögleg með Haukum í kvöld en tekur út leikbann í næstu umferð þegar Haukar mæta Hamri á útivelli.