„Fyrir íslenskan körfubolta var þetta frábært kvöld,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í viðtali við Karfan TV í kvöld. Um sögulega stund fyrir íslenskan körfuknattleik var að ræða í kvöld þegar Jón Arnór Stefánsson var kjörinn íþróttamaður ársins, Pétur Guðmundsson tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ og karlalandsliðið í körfuknattleik valið lið ársins.
 
 
 
 
Mynd/ Jón Björn – Foreldrar Jóns ásamt formanni og varaformanni KKÍ.