Hamar mætti botnliði Þórs í fyrstu deild karla í kvöld, Hamarsmenn voru fyrir leikinn búnir að tapa 3 leikjum í röð og þurftu því nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni.  
 
Þórsarar byrjuðu mun betur og komust í 10-2 áður enn heimamenn komust í gang. Hægt og rólega unnu Hamarsmenn sig inní leikinn og staðan eftir 1.leikhluta 28-23. Í öðrum leikhuta fékk maður svo að sjá Hamarsliðið sem maður þekkir, þeir unnum hann með 22 stigum gegn 9 og má segja að þar hafi sigurinn unnist, frábær vörn gaf Hamarsmönnum byr undir báða vængi, og auðveldar körfur komu með. 
 
Þórsara virkuðu búnir og því síðari hálfleikur ekki spennandi. Annað kom þó á daginn.Þórsarar komu með svæðisvörn sem Hamar réði illa við og unnu þeir þriðja leikhlutan staðan 74-62 fyrir lokafjórðungin. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið nóg, og Hamarsmenn sigldu sínum fyrsta sigri undir stjórn Hallgríms og Odds, 95-85. 
 
Julian var stigahæstur með 23 stig,  Örn spilaði feiknavel og skoraði 20 stig, gaf sjö stoðsendingar og var með 6 fráköst, Þorsteinn skilaði svo tvennu með 15 stig og 13 fráköst. Hjá gestunum kom þó maður leiksins Frisco með 32 stig 17 fráköst 5 stoðsendingar og fjöldan allan af vörðum skotum sem viraðst ekki öll hafa ratað að stattið þar sem skráð eru 3.