„Salan fer mjög vel af stað hjá okkur og helmingurinn af öllum pökkum eru seldir sem er áhugavert þar sem mótið er ekki fyrr en í september. En það er greinilega mikill spenningur með þessa pakka og greinilegt að fólk hefur mikinn áhuga á að vera með enda erum við með langan lista af fólki sem er að velta þessu fyrir sér ennþá, en það verður bara fyrstur kemur fyrstur fær með þá pakka sem eru eftir,“ sagði Bragi Hinrik Magnússon hjá Gaman Ferðum í samtali við Karfan.is þegar við könnuðum undirtektirnar við pakkaferð fyrirtækisins á EuroBasket 2015 í Berlín.
 
„Við heyrðum í KKÍ mönnum í dag (gær) varðandi að útvega fleiri miða en það virðist vera algjörlega uppselt hjá þeim og óvíst með að fleiri miðar fáist yfir höfuð. Ég geri því ráð fyrir að restin af pökkunum hjá okkur fari út á næstu dögum,“ sagði Bragi.