Kristófer Acox átti sterkan leik með Furman í bandaríska háskólaboltanum í nótt en þá gerði hann 11 stig og tók 13 fráköst í 71-64 sigri Furman gegn UNC Greensboro.
 
 
Gestirnir frá Greensboro leiddu 25-34 í hálfleik þar sem Kristófer var kominn með 7 stig og 6 fráköst fyrir Furman. Síðari hálfleikur var svo eign heimamanna og liðið komið á sigurbraut að nýju.
 
Furman er nú í 5.-7. sæti Southern Conference ásamt The Citadel og Western Carolina en þessi þrjú lið hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur. Næsti leikur Furman í riðlinum er á laugardag gegn VMI en sá leikur fer einnig fram í Greenville, heimavelli Furman, en eftir það tekur við þriggja leikja útivertíð.