Pau og Marc Gasol bræður eru svo sannarlega að blása upp sjálfstraust sitt og ekki nema von því þeir koma til með að þurfa mæta Hlyn Bæringssyni og hinum víkingunum í sumar. En það er nú önnur og eldri frétt. Í gær var kunngjört að þeir bræður verða fyrstu bræður í sögu NBA stjörnuleiksins til að byrja inná.  Pau mun byrja inná fyrir austrið á meðan Marc mun koma til með að taka byrjunarliðssætið í vestrinu.  ”Vitandi að ég muni mæta bróður mínum í byrjun þessa merka leiks er stór afrek fyrir fjölskylduna okkar og frábær minning sem mun lifa lengi. Það er góð tilfinning að stuðningsmenn körfuboltans velji mann til að koma fram í slíkum leik og ég hlakka til.” sagði Marc Gasol aðspurður um valið. 
 
 
 
”Knowing that I will be facing my brother Pau for the opening tip, it will be a true accomplishment for our family and a memory I will cherish for the rest of my career,” Marc Gasol said in a statement through the Grizzlies. ”It holds special meaning to be voted in by the fans, and I look forward to representing my teammates, the organization, the city of Memphis and entire Mid-South community and Grizzlies fans across the world.”