Kristófer Acox og félagar í Furman Paladins töpuðu sínum fyrsta leik í SoCon riðlinum í gærkvöldi gegn Chattanooga háskólanum, 72-60.
 
Stephen Croone setti 18 stig fyrir Furman og bætti við 3 stoðsendingum. Kendrec Ferrera leiddi Furman í fráköstum með 8 stykki. Kristófer skoraði aðeins 2 stig og tók 1 frákast en hann lék aðeins 17 mínútur í leiknum. 
 
Kristófer lék ekki með Furman í þarsíðasta leik þar sem hann var í Memphis í jarðarför.
 
Næsti leikur Furman verður gegn Western Carolina á annað kvöld.