Vesturlandsslagur vol 2, var settur í Stykkishólmi í kvöld en fyrir þá sem ekki vita þá mættust þar Snæfell og Skallagrímur. Snæfellingar höfðu naumann sigur 83-88 í fyrri leik liðanna og yfirleitt von á gríðalegu fjöri þegar „derby“ leikir liðanna eru háðir.
 
Eins og við var að búast af þessum liðum þá mættu bæði tilbúin í leikinn og fóru engu óðslega nema hvaða að Snæfellingar voru að stoppa aðeins betur með sinni vörn. Sveinn Arnar kveikti smá neista með þrist 7-4 en Borgnesingar hittu ekki sem skildi úr flottum færum og sátu því aðeins eftir 18-10 þegar Sigurður Þorvaldsson setti þrjú niður. Heimamenn nýttu sér meðbyrinn á meðan gestirnir treystu helst á Tracy Smith sem hafði skorað 8 af 12 stigum þeirra þegar þeir tóku leikhlé í smá skraf og ráðagerðir. Snæfell leiddu leikinn 25-14 eftir fyrsta hluta.
 
Skallagrímsmenn voru ólukkulegir í skotum sínu og hittu illa og gáfu boltann í hendur Snæfellinga trekk í trekk í upphafi annars hluta. Þetta gaf Snæfelli 12-0 áhlaup úr 20-14 í 32-14 og fyrstu stig Skallagríms komu eftir tvær og hálfa mínútu. Skallagrímur náðu að taka aðeins til baka það sem áður fór í súginn og Snæfellsmenn fóri sóknir sínar ekki af eins miklum krafti og áður. Með skrímslatroðslu frá Stefáni Karel annars vegar og þrist frá Austin Bracey var tóninn settur aftur og staðan 39-21 fyrir heimamenn en gestirnir réðu einnig ekkert við Chris Woods. Ekki var það að gera margt fyrir leik Skallagríms þegar Magnús Gunnarson braut óíþóttamannslegri villu og fékk að líta tæknivillu fyrir óvönduð orð í kjölfarið. Snjólfur Björnsson nýtti bæði sín víti og Sigurður Þorvaldsson rúllaði einu til niður og staðan 46-27 fyrir Snæfell í hálfleik.
 
Hjá heimamönnum var Chris Woods heitur undir körfunni með 12 stig og 12 fráköst en Sigurður Þorvaldsson næstur honum með 8 stig. Í liði Skallagríms var Tracy Smith kominn með 16 stig og 9 fráköst og var nánast einn um að koma boltanum niður hringinn. Páll Axel vermdi tréverkið það sem af var leik og útlit fyrir að hann yrði ekki með þrátt fyrir að vera á skýrslu en kálfarnir voru ekki með í dag.
 
Grænlklæddir gestirnir byrjuðu með fyrstu tvö stigin í seinni hálfleik líkt og í upphafi leiks og svo stopp. Sigurður Þorvaldsson fór þá í skotgírinn og var á góðri leið að sökkva Borganesskútunni einn síns liðs með þremur þristum. Snæfell komst í 60-33 og ógæfa Skallagríms í Hólminum ekki verið svona slæm í manna minnum. Staðan eftir þrjá fjórðunga var 75-46 og nánast alveg sama hvar Sigurður tók skotið það var allt niður en að sama skapi var það öfugt hjá skyttunni öflugu Magnúsi Gunnarssyni.
S
igtryggur Arnar var manna sprækastur að sækja á Snæfellinga og gerði vel í að brjóta upp vörn þeirra á meðan annað og lítið var í gangi en þessi leikur verður ekki skráður í skótnýtingasögubækur Borgnesinga. Snæfellingar fengu fínann skammt af skoti niður og villu að auki sem þeir nýttu iðulega og áttu sem sagt ekki í erfiðleikum með vesturlandsorustuna í þetta sinn 97-62 og full auðveldlega. Skallagrímsmenn eiga mikið meira inni þykist ég vita og þeir góðu menn Finnur og Hafþór komi mönnum á sporið.
 
Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 29/5 frák/4 stoðs. Chris Woods 18/19 fráköst. Stefán Karel 15/7frák. Snjólfur Björnsson 14/4 frák. Austin Bracey 10/6 stoðs. Sveinn Arnar 8/5 frák/5 stoðs. Pálmi Freyr 3. Jón Páll 0. Sindri 0. Jóhann Kristófer 0. Almar 0.
 
Skallagrímur: Tracy Smith 20/15 frák. Sigtryggur Arnar 12/4 frák/5 stoðs. Magnús Þór 8/6 frák. Daði Berg 6. Trausti Eiríksson 5/4 frák. Egill Egilsson 3/4 frák. Davíð Guðmundsson 3. Davíð Ásgeirsson 3. Atli Aðalsteinsson 2. Magnús Kúreki 0. Hilmir Hjálmarsson 0. Páll Axel 0.
 
Símon B Hjaltalín.