Einn leikmaður í íslensku útrásinni hefur á einhvern óskiljanlegan hátt flogið undir radar hjá Karfan.is í vetur. Það er hann Frank Aron Booker, sonur Frank Booker sem lék með ÍR, Val og Grindavík hér á Fróni á tíunda áratugnum.  Booker jr. leikur nú með Oklahoma Sooners, 19. besta háskólaliði Bandaríkjanna samkvæmt styrkleikalista deildarinnar og er þar í lykilhlutverki sem þriggja stiga “specialist”, en hann tekur lítið annað en þriggja stiga skot í leikjum liðsins. Faðir hans var einnig þekktur fyrir að negla niður þristum í deildinni hér heima.
 
Booker og Sooners töpuðu í gær fyrir Baylor University, 69-58 sem er nr. 21 á fyrrnefndum styrkleikalista. Þess má geta að NBA leikmaðurinn Blake Griffin spilaði með Oklahoma Sooners áður en hann gekk til liðs við Los Angeles Clippers.
 
 
 
Mynd: Frank Aron Booker í leik með Oklahoma Sooners (SoonerSports.com)