Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson er gallharður stuðningsmaður Unicaja Malaga í ACB deildinni á Spáni. Líkast til hefur áhugi hans fyrir liðinu tekið enn einn kippinn þegar Jón Arnór Stefánsson samdi við liðið síðsumars. Kristinn var viðstaddur viðureign Unicaja og Bilbao um síðustu helgi í góðra vina hópi en um tíu íslenskir áhorfendur voru í stúkunni og sáu Unicaja Malaga koma sér betur fyrir á toppi deildarinnar með sigri.
 
 
„Ég hef verið stuðningsmaður Unicaja síðan ég bjó hér 98-99,  búinn að fara á marga leiki síðan. Frábært að sjá Jón í Malaga,“ sagði Kristinn og Jón lét sig ekki vanta í hópmyndatökuna eftir leik.
 
Mynd/ úr einkasafni