Í örðum leik sínum í riðlakeppni Euroleague töpuðu Jón Arnór og félgar í Unicaja Malga sínum leik. Að þessu sinni gegn liði Anadolu Efes frá Tyrklandi. 74:70 varð lokastaða leiksins en frman af leik höfðu Malaga tögl og haldir í leiknum og leiddu meðal annars 49:34 í hálfleik.  Skelfilegur þriðji fjórðungur fór hinsvegar illa með leik þeirra og heimamenn náðu að jafna þar. Síðasti fjórðungur var svo í járnum en að lokum voru það heimamenn sem lönduðu fjögurra stiga sigri. 
 
Jón Arn­ór Stef­áns­son lék rúmar 8 mínútur í leiknum og náði að hala inn 7 stigum á þeim tíma.  Malaga stendur ekki vel að vígi eftir tvo tapleiki og þurfa svo sannarlega á sigri í næsta leik til að eigja möguleika á að komast í 16 liða úrslit.