Fjölnir hefur fengið gríðarlega góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta deildarinnar en Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að klára tímabilið með Fjölni. Emil spilaði með Fjölni á síðustu leiktíð í 1.deildinni þar sem hann var með 12 stig að meðaltali. 
 
Þetta eru virkilega góðar fréttir úr herbúðum Grafarvogsbúa og verður Emil með í fyrsta leik á nýju ári sem er næstkomandi föstudag þegar Fjölnir tekur á móti Snæfellingum í Dalhúsum kl. 19.15