Sigurður Gunnar Þorsteinsson skaut íslensku skyttunum ref fyrir rass í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann plantaði þremur langdrægum í fjórum tilraunum. Kappinn hnoðaði saman tvennu í 10 stiga sigri Solna gegn Umea í Solnahallen í kvöld. Öll Íslendingaliðin nældu sér í tvö stig og baráttan harðnar enn í sænsku deildinni þar sem sex efstu liðin eru með 28-26 stig.
 
 
„Ég var bara galopinn og lét vaða,“ svaraði Sigurður þegar Karfan.is náði í skottið á honum áðan. Hversu opinn varstu samt Siggi? Svona „vandræðalegt ef ég tek ekki skotið opinn eða?“ – „Nei nei, ekki alveg, samt meira svona „ekki skilja mig eftir svona opinn,“ svaraði Sigurður.
 
Aðspurður um stöðuna á Solna sem er í 7. sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir Boras í 6. sætinu sagði Sigurður: „Það er slatti eftir af tímabilinu en til að blanda okkur í baráttuna með hinum sex toppliðunum sem öll eru jöfn þá þurfum við að fara að klára þessa jöfnu leiki, höfum tapað sjö svoleiðis leikjum í vetur.“
 
Og fyrir ykkur sem hafið gaman af viðurnefnunum og viðtölum þá er Siggi „Stardust“ Thorsteinsson í viðtali á Facebook-síðu Solna í kvöld.
 
Úrslit Íslendingaliðanna í sænsku í kvöld:
 
Solna 81-71 Umea BSKT
Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur í liði Solna með 21 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Sigurður splæsti í 29 framlagsstig með þessari framgöngu sinni en kappinn var að finna sig, 5-8 í teignum og 3-4 í þristum.
 
LF Basket 94-77 KFUM Nassjö
Haukur Helgi Pálsson gerði 14 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði LF. Stigahæstur í leiknum hjá LF var Alex Wesby með 23 stig.
 
Uppsala 77-79 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 19 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson bætti við 14 stigum, 9 fráköstum og 4 stoðsendingum. Ægir Þór Steinarsson náði ekki að skora á þeim rúmum 20 mínútum sem hann lék í leiknum en hann var með 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá var Ragnar Nathanaelsson með 4 stig og 2 fráköst á tæpum 6 mínútm.
 
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni 
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. NOR 20 14 6 28 1743/1617 87.2/80.9 7/3 7/3 87.2/80.0 87.1/81.7 4/1 6/4 +1 -1 +4 3/0
2. SÖD 18 14 4 28 1508/1427 83.8/79.3 9/1 5/3 87.0/79.4 79.8/79.1 4/1 8/2 +3 +7 -1 4/1
3. UPP 20 13 7 26 1750/1533 87.5/76.7 9/2 4/5 90.4/78.4 84.0/74.6 2/3 5/5 -1