Baldur „fjallið“ Ragnarsson setti drápsþrist í Hertz Hellinum í kvöld þegar hann kom Þór Þorlákshöfn í 99-106 gegn heimamönnum í ÍR. Aðspurður um þristinn sagði Baldur: „Þetta er ekki sá fyrsti sem kallinn setur á ögurstundu,“ agalegt þegar menn eiga svona bágt með að koma fyrir sig orði eða þannig. Karfan TV ræddi við Baldur eftir sigurinn í Breiðholti en Fjallið sagði leikinn örugglega skemmtilegan áhorfs en lítt ánægjulegan fyrir varnir beggja liða.