Jenny Boucek fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Keflavíkur og liðs Cleveland Rockers í WNBA deildinni er komin til landsins og mun halda körfuboltabúðir fyrir stúlkur á komandi helgi í Reykjanesbæ.  Jenny hefur verið viðloðandi WNBA deildina síðustu 15 ár eða í raun frá því hún var stofnuð og er sem stendur aðstoðarþjálfari hjá liði Seattle Storm en staða hennar þar mun að öllum líkindum breytast. Jenny viðurkennir í viðtalinu að hún eigi í viðræðum við forráðamenn Seattle Storm um að taka við liðinu sem aðalþjálfari liðsins. 
 
Jenny ræðir einnig um feril sinn hér á íslandi og aðeins um einvígið sem Keflavík og KR háðu í úrslitum árið 1997.  Það sem Jenny saknaði mikið frá íslandi var fiskurinn en hún sagðist hafa borðað svo mikið af fisknum að hún hafi nánast verið komin með sporð og tálkn þegar hún fór svo loksins aftur heim.  Viðtalið er hægt að sjá hér að neðan. 
 
Mynd: AxelFinnur
 
ATH: Hljóðið er frekar lágt í viðtalinu (hið hefðbundna tækni stríðni) og því óhætt að hækka í tölvunni til að heyra betur.