Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, Sundsvall Dragons tóku á móti Solna Vikings og sendu þá stigalausa heim og LF tapaði á útivelli gegn toppliði Norrköping.
Sundsvall Dragons 86-76 Solna Vikings
Jakob Örn Sigurðarson gerði 19 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði Sundsvall. Hlynur Bæringsson bætti við 8 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarsson með 4 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson fékk lítið að spreyta sig í kvöld en tók 2 fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim tveimur mínútum sem hann lék í leiknum.
Norrköping Dolphins 101-85 LF Basket
Haukur Helgi Pálsson gerði 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði LF en stigahæstur í liði gestanna var Jonathan Person með 26 stig.
Staðan í sænsku deildinni
Grundserien
Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | NOR | 21 | 15 | 6 | 30 | 1844/1702 | 87.8/81.0 | 8/3 | 7/3 | 88.5/80.5 | 87.1/81.7 | 4/1 | 6/4 | +2 | +1 | +4 | 3/0 |
2. | SÖD | 18 | 14 | 4 | 28 | 1508/1427 | 83.8/79.3 | 9/1 | 5/3 | 87.0/79.4 | 79.8/79.1 | 4/1 | 8/2 | +3 | +7 | -1 | 4/1 |
3. | BOR | 19 | 14 | 5 | 28 | 1715/1559 | 90.3/82.1 | 8/1 | 6/4 | 91.2/79.3 | 89.4/84.5 | 4/1 | 7/3 | +4 | +5 | +1 | 2/1 |