Í gær kláruðust 8-liða úrslit Poweradebikarsins og í dag er komið að því að draga í undanúrslit Powerade bikarsins.
 
 
Drátturinn í beinni á SportTV.is kl. 12.00 en það verða þau Sveinbjörn Claessen, bikarmeistari með ÍR 2001 og 2007 og Ingibjörg Jakobsdóttir, bikarmeistari með Grindavík, sem draga í undanúrslitin. Sveinbjörn dregur viðureignir kvenna og Ingibjörg viðureignir karla.
 
Í skálinni góðu verða eftirfarandi lið:
 
Konur: Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Snæfell.
Karlar: KR, Skallagrímur, Stjarnan og Tindastóll.
  
Frétt/www.kki.is