Jenny Boucek hélt körfuboltanámskeið í Keflavík nýliðna helgi og var yfir sig hrifinn af öllum þeim íslensku stúlkum sem mættu og stóðu sig svo sannarlega gríðarlega vel.   Eftir námsskeiðið “tístaði” Jenny mynd af sér með einni stúlkunni og í textanum var Alisha Valavanis, framkvæmdarstjóra Seattle Storm gert viðvart um að liðið ætti að fylgjast vel með þessari ungu stúlku í framtíðinni. “She´s a baller”  segir Jenny í tístinu.  Stúlkan sem um ræðir heitir Jana Falsdóttir og genin í stúlkunni, jú þau hafa gert lítið annað en  lifað körfuboltalífi sína ævi ef svo sé hægt að orði komast.  Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir foreldrarnir hafa verið viðloðuð körfuboltann á einn eða annan veg frá unglingsaldri. Nú er bara að fylgjast vel með hvort Jana sem er 9 ára komi til með að verða fyrsta íslenskra stúlkna til að spila í WNBA deildinni.