Darri Hilmarsson hefur verið fjarri góðu gamni undanfarið hjá toppliði KR en hann tognaði í nára á dögunum gegn Fjölni. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagði að kappinn væri að verða klár.
 
 
Næsta sunnudag mætast KR og Keflavík í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins og sagði Finnur að stefnt væri að því að Darri næði þeim leik en ekki væri útséð með það ennþá.