Daði Lár Jónsson er kominn aftur í herbúðir Stjörnunnar í Domino´s deild karla eftir stutt stopp hjá Gaston Day miðskólanum í Bandaríkjunum. Daði stefnir að því að klára yfirstandandi tímabil og næstu tvö með Garðbæingum áður en hann reynir fyrir sér við háskólanám vestra.
 
 
Daði ákvað að snúa aftur heim til Íslands en hann var allt annað en sáttur með hlutina hjá Gaston Day skólanum.
 
Stjörnumenn þéttast því í röðunum en liðið situr í 3. sæti Domino´s deildarinnar með 14 stig eins og Haukar í 4. sæti en Stjarnan hefur betur innbyrðis gegn Haukum.