LIU 63-67 Bryant
Martin Hermannsson gerði 14 stig í liði LIU á 37 mínútum og var einnig með 5 stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson bætti við 2 stigum og var með 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta á 31 mínútu. Þetta var fyrsti leikur LIU í Northeast Conference riðlinum en næsti leikur liðsins í riðlinum er 5. janúar gegn Fairleigh Dickinson þann 5. janúar næstkomandi.
 
 
St. Francis 73-71 Sacred Heart
Terriers náðu að innsigla sigur á Sacred Heart í gærkvöldi með sniðskoti frá Brent Jones í lok leiks en St. Francis hafði verið 12 stigum undir þegar stutt var liðið af seinni hálfleik. Gunnar Ólafsson lék ekki með St. Francis í gærkvöldi vegna veikinda.