Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Rut Herner Konráðsdóttir sem gengu til liðs við Breiðablik í haust hafa yfirgefið þær grænklæddu, en þær hafa flust búferlum norður til Akureyrar.
 
Rut lék aðeins tvo leiki með Blikum í Lengjubikarnum í vetur en hún þurfti síðan að einbeita sér að Lögregluskólanum sem hún útskrifaðist úr nú rétt fyrir Jól og fékk hún stöðu hjá Lögreglunni á Akureyri, en hún er þaðan.
 
Það er hins vegar stórt skarð sem Unnur Lára skilur eftir hjá Breiðablik en hún hefur verið annar/þriðji besti leikmaður Blika ásamt Jóhönnu Björk Sveinsdóttur á fyrrihluta tímabilsins. Unnur var með 10.5 stig, 8.5 fráköst, 1.5 stoðsendingar, 1.9 stolna bolta og 10.7 í framlag á 26:05 mínútum að meðaltali í leik í 13 leikjum í Dominosdeildinni.
 
Gera má ráð fyrir því að þær muni leika með Þór Ak. í fyrstu deildinni það sem eftir lifir tímabils þó að það sé ekki orðið frágengið.
 
Mynd – Breiðablik/