Björgvin Hafþór Ríkharðsson fer í aðgerð vegna krossbandaslita næstkomandi fimmtudag og sagði í gær í snörpu spjalli við Karfan.is í gær að hann stefndi að því að ná fyrsta leik á næsta tímabili í Domino´s deild karla.
 
 
Í októberlok 2014 greindi karfan.is frá því að Björgvin væri með slitið krossband en fjarvera hans hefur vissulega verið gríðarleg blóðtaka fyrir ÍR sem eru eitt af þremur botnliðum Domino´s deildar karla um þessar mundir.