Ísfirðingar lönduðu tveimur góðum stigum í 1. deild karla í gær þegar þeir lögðu Breiðablik í Smáranum en þeir verða aftur á ferðinni í kvöld gegn Val. Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ leysti af nafna sinn í miðherja stöðunni eftir að varð að segja skilið við leikinn með fimm villur.
 
 
Hinn 45 ára gamli þjálfari lék í tæpar 10 mínútur og gerði 2 stig, tók 4 fráköst og var með eina stoðsendingu í liði KFÍ. Nebojsa knezevic fór á kostum hjá KFÍ með 43 stig, 5 fráköst, 3 sotðsendingar og 5 stolna bolta. Á heimasíðu KFí má lesa smá pistil um viðureignina.
 
KFÍ leikur gegn Val í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort Birgir þjálfari þurfi að binda saman miðjuna á nýjan leik en hann lék hér á árum áður t.d. með Keflavík og Þór Akureyri.