Þrír leikir fara fram í Poweradebikarkeppninni í dag. Um bikarveislu er að ræða í Stykkishólmi en þar verður tvíhöfði á ferðinni. Snæfellskonur ríða á vaðið kl. 15:00 þegar þær taka á móti Val í 8-liða úrslitum kvenna og kl. 17:00 tekur karlalið Snæfells á móti Tindastól í 8-liða úrslitum karla. Ísrúntur í Stykkishólm á körfuboltaveisluna er uppástunga dagsins!
Þá mætast Grindavík og Haukar í 8-liða úrslitum kvenna í Röstinni kl. 15:00 en eins og flestum er kunnugt eiga Haukakonur titil að verja.
Þá eru einnig bikarleikir í yngri flokkum í dag en nálgast má alla leiki dagsins hér.
Mynd/ Það verður í mörg horn að líta hjá Inga Þór Steinþórssyni þjálfara Snæfellsliðanna í dag.